Invisalign
Tannréttingar með glærum skinnum!
Í mörgum tilfellum er hægt að rétta skakkar tennur með skinnum. Þetta eru glærar plastskinnur sem eru sérhannaðar fyrir hvern og einn.
Ef þú vilt vita hvort Invisalign hentar í þínu tillfelli getum við skoðað það saman - þér að kostnaðarlausu!
Þegar Invisalign meðferð hentar er næsta skref að útbúa meðferðarplan. Það hefst með svokallaðri gagnatöku. Teknar eru ljósmyndir, röntgenmyndir og eru tennurnar síðan skannaðar með þrívíddarskanna.
Þegar búið er að samþykkja meðferðarplanið tekur um 2-3 vikur að framleiða skinnurnar og fá þær sendar. Þegar skinnurnar eru komnar er bókaður tími í uppsetningu þar sem plasthnappar eru settir á ákveðnar tennur.
Á meðan meðferð stendur þarf að koma í eftirlit á 4 vikna fresti. Hver skinna er yfirleitt 1 viku í munni og þá tekur næsta við - þannig hreyfast tennurnar hægt og bítandi í ákjósanlega stöðu. Mælt er með að hafa skinnurnar í munni a.m.k 22 klst á sólarhring. Þær eru einungis teknar úr munni þegar matar og drykkjar er neytt - og þegar tennurnar eru burstaðar.
Lengd meðferðar getur tekið allt frá 4 upp í 15 mánuði.
Í lok meðferðar eru plasthnappar fjarlægðir, slitnir bitkantar á framtönnum lagfærðir og settir stoðbogar svo tennurnar haldist á sínum stað. Síðan eru útbúnar skinnur sem æskilegt er að sofa með á nóttunni í 6 mánuði eftir meðferð.